BBL.is (Bændablaðið) - 05.06.2013: Veitingastaðurinn - TopicsExpress



          

BBL.is (Bændablaðið) - 05.06.2013: Veitingastaðurinn Slippurinn, í húsnæði sem áður fyrr hýsti Vélsmiðjuna Magna og gamla slippinn. Staðnum var lokað yfir vetrartímann en dyrnar hafa nú verið opnaðar að nýju. Gísli Matthías Auðunsson er yfirkokkur á staðnum, en hann hefur vakið athygli sem ein af vonarstjörnum ungra matreiðslumeistara á Íslandi. Hann útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskólanum árið 2011 og var valinn nemi ársins með hæstu einkunn á verklega prófinu. Hann hefur látið að sér kveða í Slow Food Reykjavík og situr þar í stjórn. Fjölskylda Gísla hefur staðið að framkvæmdum og rekstri með honum. Staðnum hefur verið vel tekið af heimamönnum og vönduð vinnubrögð vakið athygli – bæði hvað varðar húsnæðisbreytingarnar en ekki síður vegna þess hvernig ferskt hráefnið er meðhöndlað. „Við náðum ekki að opna fyrr en í byrjun júlí í fyrra þannig að það verður frábært að fá heilt sumar í þetta skiptið,“ segir Indíana, framkvæmdastýra, hönnuður húsnæðisins og systir Gísla. „Fyrir opnun í fyrra fórum við út í mjög tímafrekar framkvæmdir innanhúss. Það varð til þess að opnunin dróst svona á langinn. Við erum samt hæstánægð með að hafa gefið okkur tíma í þetta, því þær gefa staðnum sitt yfirbragð.“ bbl.is/index.aspx?groupid=38&TabId=46&ModulesTabsId=191&NewsItemID=7500
Posted on: Thu, 06 Jun 2013 04:48:26 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015