Bitrir álitsgjafar hafa fengið þá flugu í kollinn að Ísland - TopicsExpress



          

Bitrir álitsgjafar hafa fengið þá flugu í kollinn að Ísland sé í raun ekki stéttlaust samfélag. Þegar svona frumleg kenning er sett fram, þá er betra að rökstyðja hana en nægjusemi aðdáendahópsins er slík að það þarf engin rök. Thor Jensen, Hallgrímur Benediktsson, Aðalsteinn Jónsson, Einar Guðfinnson, Tryggvi Ófeigsson, hvað á að koma með mörg nöfn sem afsanna þessa dellu? Allt voru þetta fátækir drengir sem komust í álnir og eina sem þeir þurftu var dugnaður, bjartsýni og þor. Vegna þess að þjóðin er stéttlaus, það eiga allir möguleika á að vera ríkir sem nenna. "Kolkrabbinn", þetta orð heyrðist ansi oft, menn sögðu að enginn gæti orðið ríkur nema að vera í náðinni hjá þeim sem tilheyrðu honum. Svo komu þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Pálmi Haraldsson, þeir tilheyrðu ekki Kolkrabbanum en urðu ríkir og kölluðust "elíta", því á Íslandi hafa allir möguleika sem nenna. Þeir höguðu sér reyndar ekki vel, en með réttum vinnubrögðum áttu þeir möguleika á að gera betur, en sá á völina sem á kvölina. Hvað nennið þið að lesa langan pistil um fólk sem afsannar bullið í álitsgjöfunum, sem af einhverjum ástæðum eru kallaðir "samfélagsrýnar"? Ég er ekki að tala niður til heyrnarlausra, en hver myndi trúa tónlistargagnrýni frá heyrnarlausum? Heyrnarlaust fólk er ekki svo vitlaust að það fari að tjá sig um tónlist, svo einfalt er það. Fyrir þrasgjarna sem hafa gaman af að reyna að hanka mig, þá veit ég að heyrnarlausir skynja takt, ég á við melódíuna:) Hvers vegna á þá að trúa fólki sem tjáir sig um þjóðfélag er það þekkir ekki? Ef þið nennið að lesa lengur, þá get ég nefnt Árna Samúelsson. Þegar hann var að byrja, þá voru rótgrónir, fjársterkir menn sem réðu ríkjum á bíómarkaðnum. Það var mjög erfitt að keppa við þá, sumir myndu segja ómögulegt. En Árni var svo heppinn, hann naut þess að búa í stéttlausu þjóðfélagi. Þess vegna sýndi hann frumkvæði og hafði sigur að lokum.
Posted on: Sun, 28 Jul 2013 12:59:48 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015