David Suzuki hefur notið mikillar virðingar innan - TopicsExpress



          

David Suzuki hefur notið mikillar virðingar innan vísindaheimsins síðustu áratugi en hann hefur m.a. gagnrýnt hversu mikla rannsóknarvinnu skortir áður en afurðir þessara fyrirtækja eru settar á markaðinn, sérstaklega þar sem nánast öll óháð rannsóknarvinna hefur gefið aðrar niðurstöður en þær sem eru gefnar út og fjármagnaðar af framleiðslufyrirtækinu sjálfu sem gefur það opinberlega út að engar frekari rannsóknir þurfi til þess að skera út um heilsufarsleg áhrif þessara afurða og að engin hætta stafi af slíkri ræktun og neyslu. Þetta misræmi eitt og sér gefur næga ástæðu til þess að staldra við og kíkja í kring um sig. Þá tala þeir reyndar alhæfa þeir mestmegnis bara um genasplæsinguna sjálfa, en þeir hafa líka verið að framleiða skordýraeitur og illgresiseyði og annað álíka tauga-og lífeitur sem er nauðsynlegt til þess að rækta erfðabreyttan akur. Saga eiturefnanotkunar sem fylgir erfðabreyttri ræktun og áhrifa notkunarinnar fer alveg aftur til millistríðsáranna, þegar áhrif þessara eiturefna urðu þekkt og mælanleg. Síðan þá hefur lungað af þessum efnum verið gerð ólögleg, og stundum gerð lögleg aftur fyrir tilstilli þrýstings frá líftæknifyrirtækjunum (og fjármagni þeirra auðvitað), en gagnþýstingur frá neytendum, nefndnum, almennu fólki og samtökum sem byggja málsrök sín á margra ára óháðri rannsóknarvinnu hefur gert það að verkum að efnin hafa verið tekið af markaði og sönnuð heilsuspillandi. Sá efnakokteill sem er umdeildastur í dag er Round-Up, en svo virðist sem sú eiturefnablanda hafi ekkert síður heilspuspillandi áhrif á líf og náttúru, enda taugaeitur í eðli sínu. Erfðabreyttu plönturnar lifa af úðunina af spreyjinu á meðan gróður og dýralíf umhverfis deyr ýmist eða stökkbreytist og vex enn sterkar og hraðar en nokkru sinni fyrr, en móðir jörð gefst ekki upp svo auðveldlega. Hér er mjög áhugaverð og vel unnin heimildarmynd sem fjallar um þá staðreynd að líftæknifyrirtækin ætla sér að erfðabreyta heilu trjástofnunum til að fá meira $$$, enVísindamenn úr fjölbreyttum fræðisviðum hafa áhyggjur af þessari vaxandi iðngrein, LÍFtækni (sem er vissulega mikið vísindalegt afrek í þróunarsögu mannsins, að hafa öðlast þekkinguna til þess að leika guð á þennan hátt), vegna ófyrirsjáanlega afleiðinga fyrir allt vistkerfið. Það er ástæða fyrir því að fólk víðsvegar um heim leggur svo mikla vinnu og metnað í að vekja athygli á þessu og sést það augljóslega á þeirri aukningu á t.d. rannsóknarvinnu, heimildarmyndargerð, stofnun samtaka og upplýsingaflæði hvað varðar þetta mál. Í kommentinu fylgir svo upplýsingapakki frá MAST varðandi reglugerðina sem fjallar um merkingar erfðabreyttra afurða, en hérlend fyrirtæki hafa ekki verið neitt rosalega hlýðin við að fylgja þessari reglugerð eftir. Svo fylgir fróðlegur pistill frá neytendavaktinni líka í kjölfarið.
Posted on: Mon, 10 Jun 2013 19:31:56 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015