Einn af grunnkjörnum góðs lýðræðis er upplýsingageymd, - TopicsExpress



          

Einn af grunnkjörnum góðs lýðræðis er upplýsingageymd, upplýsingahögun, upplýsingaaðgengi og jafnvel upplýsingamiðlun. Upplýsinga-Geymd táknar því að allar upplýsingar séu geymdar, hversu lítilfjörlegar sem þær kunna að virðast, því lítilfjörlegt atriði í dag gæti velt stórri þúfu síðar og mannfólk hefur þörf fyrir smáatriði, sérstaklega þegar rannsaka þarf. Upplýsinga-Högun kemur að því hvernig upplýsingum sé raðað saman og hvernig þeim sé leyft eða gert kleift að tengjast innbyrðis. Hér getur sveigjanleiki skipt máli því engin sköpun ný úrvinnsla getur farið fram á grundvelli upplýsinga nema hægt sé að „tengja punkta.“ Því þarf að vera hægt að tengja upplýsingar saman ef með skipulögðum hætti. Upplýsinga-Aðgengi er snýst um aðgengi allra, ekki bara valdhafa, embættismanna og fræðimanna, heldur borgaranna allra. Eigi Ríkisborgari Þjóðveldis að geta tekið ákvörðun á Héraðsþingi, eða afstöðu til samfélagsmála, þarf hann að geta aflað sér áreiðanlegra upplýsinga, geta gramsað eftir hugtökum, nöfnum og atburðum, geta tengt saman punkta og án þess að þurfa til þess sérstakt leyfi. Ekki þykir eðlilegt í lýðræðissamfélagi að halda megi leyndum upplýsingum er varða samfélagið. Þá er eðlilegt að velta fyrir sér hvort lýðurinn eigi rétt á að upplýsingum sé miðlað til sín? Á ég sem borgari að sitja heima og treysta öðrum til að matreiða valdar upplýsingar, eða dulmat á þeim, sem síðan sé miðlað til mín? Hverju væri sleppt? Get ég verið ábyrgur ríkisborgari ef ég ber mig ekki sjálfur eftir upplýsingum - sem eru auð-aðgengilegar - eða ætti að matreiða sumt fyrir okkur og miðla því en þá eftir reglum sem við öll samþykkjum. Endureist Þjóðveldi stefnir á að móta sérstaka Upplýsingastofnun til að sinna þessum þáttum. Hvernig finnst þér að þeir ættu að vera?
Posted on: Tue, 23 Jul 2013 10:55:29 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015