Einn gráann mánudag í apríl horfði Vilhjálmur Sveinsson út - TopicsExpress



          

Einn gráann mánudag í apríl horfði Vilhjálmur Sveinsson út um eldhúsgluggan og gekk úr skugga um að vorið kæmi seint í ár. Vilhjálmur Sveinson bóndi var einmanna og dapur , hann drakk kaffisopan sinn og bölvaði veðurfréttunum sem spáðu í gær að sólinn kæmi í dag , það gerði hún ekki. Veturinn hafði verið langur og kaldur vorverkinn voru í nánd hann hafði fiðring í öllum líkamanum . Í hráslagalegu hléi milli veturs og vors fanst tómarúmið og aðgerðarleysið. Þessvegna ákvað Vilhjálmur Sveinsson bóndi að hengja sig . Við suðurvegg hlöðunnar voru sjö grernité, undir einu þeirra hafði hann kyst hana Sólveigu eiginkonu sína heitina í fyrsta sinn og þar hafði elskann hún Rósalynd borið veglegan nautakálf fyrir tuttugu árum síðan . Báðar drápust í fyrra vetur og mótorinn í gamla Fergusoninum hrundi líka. Vilhjálmi fanst þessi dagur henta príðilega til að hengja sig . hann klæddi upp sig í sparifötinn og ullarsokkana sem hún Sólveig hafði prjónað af handlægni . Hann helti kaffi á termós smurði brauðsneið með hangiketi og tók fram reipi frá Hampiðjunni úr neðstu skúffuni í eldhúsinu. Á áfangastað fékk hann sér smá kaffisopa og át eina brauðsneið skyrpti í lófana . Vilhjálmur bóndi dró í reipið og fanst það ágætt til að hengja sig í. Hann var á fullri ferð með undirbúninginn þegar óvæntan gest bar að garði. Fyrirgefðu að ég trufli þig við vinnuna mælti gesturinn , sem var klæddur í bláann æfingagalla . Ég er hér og æfi mig fyrir maratonið á Sefossi í sumar sagði gesturinn. Um hverja helgi fer ég út á land og drekk í mig dásamlegt andrúmsloftið . Sveitalyktin er unaðslegt fyrir okkur stressaða borgarbúa, allt er svo hreint og tært. Segir þú það mælti Vilhjálmur Það er eithvað spes með sveitina hélt gestur áfram : Ég elska svona gráa mjúka unaðslega daga . þá vil ég bara hlaupa og hlaupa og finna púlsinn auka og friskt loftið fylli lungunn. Ég elska að lifa slíka daga. Segir þú það sagði Vilhjámur Sjálfur er ég að fara að hengja mig . Ha ha ha hló gestur .sveitabrandari skil ég. Gesturinn þakkaði fyrir sig Síðan hljóp hannáleiðis að bílnum sem hann hafði skilið eftir nokkrum kílómetrum sunnar. Vilhjálmi fanst borgarbúar í skrítnasta lagi og að þessi dagur als ekkert hentaði til að hengja sig, enda komið langt fram á kvöld. Hann henti reipinu upp í trjágreinina sem hann og Solla höfðu kysts undir í fyrsta skiptið og hélt heim á leið . Gilla · · Marknadsför · Dela Gunnar Björnsson för 38 minuter sedan Kvöldsól
Posted on: Mon, 26 Aug 2013 20:40:24 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015