Eins og fram hefur komið verða aðventutónleikarnir okkar í - TopicsExpress



          

Eins og fram hefur komið verða aðventutónleikarnir okkar í Hallgrímskirkju dagana 14. og 15. desember n.k. Fyrri daginn verða einir tónleikar kl. 17, en tvennir þann síðari; kl. 17 og 20. Sérstakur gestur okkar að þessu sinni er Kolbeinn Jón Ketilsson tenór en einnig koma fram tónlistarmennirnir Lenka Máteóvá orgelleikari, trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson auk pákuleikarans Eggerts Pálssonar. Ekki má gleyma ungum söngvara, Benedikt Gylfasyni drengjasópran, en hann syngur með okkur í einu lagi. Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er sem fyrr Friðrik S. Kristinsson Miðaverð á tónleikana er kr. 4900, miðasala er hafin á kkor.is og á morgun verður hægt að kaupa miða á midi.is.
Posted on: Wed, 23 Oct 2013 19:55:59 +0000

Trending Topics



eft:0px; min-height:30px;"> I can remember when this group started out, during BYUs first

Recently Viewed Topics




© 2015