Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu, þá var Avro - TopicsExpress



          

Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu, þá var Avro 504 fyrsta flugvélin sem flaug á Íslandi í september 1919 þannig að eftir alls ekki svo mörg ár verða 100 ár síðan flugvél flaug fyrst hér á landi. Þar sem það hefur sýnt sig að opinberir aðilar hafa engan áhuga á varðveislu flugsögu landsins verður að telja ólíklegt að þessa atburðar verði minnst með viðeigandi hætti. Nokkrir félagar í Flugsögufélaginu ákváðu nú í sumar að við það yrði ekki búið og fóru að athuga möguleikan á því að kaupa eftirlíkingu af Avro 504. Nú er svo komið að búið er að finna hálfsmíðað vél sem er smíðuð nákvæmlega eins og frummyndin frá 1919. Þessi vél getur orðið flughæf innan 36 mánaða - en hún kostar fullt af peningum. Fyrstu þreifingar með fjármögnun eru að fara af stað í þessum töluðu orðum en það er á hreinu að það verður á brattann að sækja! Hvað finnst fólki um þessi áform? Gæti slíkt framtak átt von á því, að þú kæri lesandi, myndi styrkja okkur með peningaframlögum (1000kr, 10.000, 1.000.000 - allt er vel þegið!)? Ef allt fer á besta veg, þá gæti svona gripur verið í Vatnmýrinni (eða því sem verður eftir af henni!) árið 2019 youtube/watch?v=DC9ok2NVJW4
Posted on: Fri, 29 Nov 2013 23:17:21 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015