Erlendir gestir á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves skildu - TopicsExpress



          

Erlendir gestir á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves skildu eftir sig rúman milljarð króna í fyrra. Peningaleg áhrif hátíðarinnar á íslenskt hagkerfi eru mjög jákvæð. Þetta er meðal þess sem fram kom í BA ritgerð í hagfræði sem Ævar Rafn Hafþórsson skrifaði um hagræn áhrif tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Hann var gestur Kastljóssins ásamt Kamillu Ingibergsdóttur kynningarstjóra hátíðarinnar, en Kamilla sagði að erlendum gestum á hátíðinni fjölgi og þeir séu nú orðnir fleiri en íslenskir gestir. Ævar sagði að möguleikarnir væru miklir þegar kæmi að íslenskri menningu og listum til að skapa verðmæti sem myndu liggja eftir í íslensku hagkerfi. Kamilla sagði að hægt væri að útfæra skipulag Iceland Airwaves hátíðarinnar inn á önnur form listgreina, en tók fram að hátíðin hafi verið í uppbygginu síðustu 15 ár. Iceland Airwaves hátíðin hefst á morgun.
Posted on: Tue, 29 Oct 2013 21:13:03 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015