Fallegur og frábær er föstudagurinn nánast liðinn og við er - TopicsExpress



          

Fallegur og frábær er föstudagurinn nánast liðinn og við er að taka laugardagur, með menningarnótt í Reykjavík og fleiru skemmtilegu og verður að sjálfsögðu frábær. Veðrið var aldeilis á léttu nótunum í dag og komst hitastig hér í eyjunni í einar 19° þegar best lét, en það gustaði allhressilega af suð-austri og dimmt hitamistur var um allan fjörð, en sú gula sást í eyjunni. Þar sem ég beið eftir úrskurði með bílinn, hvort henda bæri honum eða gera út á hann ögn enn, þá nýtti ég tímann og góða veðrið og málaði eitt og annað utan húss og var kominn tími á smá upplyftingu sums staðar. Bíllinn er sem sé ekki alveg búinn enn og verður haldið á suðurlandið á morgun og menningarnóttin skoðuð. Menning, hvað er það nú eiginlega? Af hverju heitir fyrirbærið, Menningarnótt? Ágætur maður sagði, að menningin byggðist á því sem hún krefst af manninum, en ekki því sem hún lætur honum í té. Og annar ágætur maður sagði, að menningin fælist í því að velja hið besta, ekki aðeins fremur en hið versta, heldur umfram hið næstbesta. Eitthvað sem þú vilt segja, spegilmynd? Ja, Raglan lávarður sagði, að menningin væri einfaldlega allt sem við getum gert, en aparnir ekki. Er það ekki bara nokkuð gott? Njótið laugardagsins elsku vinir, til þess er hann.
Posted on: Fri, 23 Aug 2013 23:49:42 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015