Fór í Egilshöll í gær og sá þessa mynd. Hún er hreint út - TopicsExpress



          

Fór í Egilshöll í gær og sá þessa mynd. Hún er hreint út sagt alveg frábær og á alveg ábyggilega eftir að fá einhverjar tilnefningar. Myndin er að mestu leiti sannsöguleg og fjallar hún um þeldökkan mann sem verður þjónn í Hvíta húsinu til margra ára. Á sama tíma og hann er að þjóna við virðulegt borðhald þar, er réttindabarátta svertingja í Ameríku í fullum gangi ásamt tilheyrandi ofbeldi. Það er fjöldinn allur af góðum leikurum í þessari mynd. Oprah Winfrey á þarna stórleik sem eiginkona þjónsins sem leikinn er af Forest Whitaker. Sá ber myndina uppi og gerir það vel. Ýmsir stórleikarar leika forseta Bandaríkjanna; Eisenhower, Kennedy, Johnson, Nixon... Athyglisvert er að sjá Jane Fonda bregða fyrir sem forsetafrú og Alan Rickman er alveg dásamlegur sem Ronald Reagan. Hér er allt vel unnið. Myndataka, klipping, handrit. Áhorfandinn er leiddur inn í veruleika mannréttindabaráttu fyrir þetta hálfri öld síðan og stendur ekki upp frá öllu saman með það í huga að hann hafi verið að horfa á afþreygingarefni. Myndin er svo miklu meira en það.
Posted on: Sat, 21 Sep 2013 09:21:53 +0000

Trending Topics



>

Recently Viewed Topics




© 2015