Gaman að lesa Ferðina til stjarnanna eftir Inga Vítalín, - TopicsExpress



          

Gaman að lesa Ferðina til stjarnanna eftir Inga Vítalín, dulnefni Kristmanns Guðmundssonar sem kom út 1959, nú í endurútgáfu 2012. Sagan hefst þann 14. júlí árið 1958 þegar fertugur kennari fyllist óstjórnlegri löngun til að ganga á Esjuna. Þar finnur hann geimskip og er hrifinn á brott í ferð til annarra hnatta. Það er ekki síst áhugavert að bera hana saman við Solaris eftir Stanislaw Lem sem kom út fyrst á pólsku árið 1961. Ritaðar á svipuðum tíma en munurinn á bókunum er alger, nánast eins og munurinn á Stórval og Kjarval.
Posted on: Wed, 17 Jul 2013 02:43:32 +0000

Recently Viewed Topics




© 2015