Hversu margir fara reglulega í heiðarlega og ítarlega - TopicsExpress



          

Hversu margir fara reglulega í heiðarlega og ítarlega sjálfskoðun og draga ekkert undan? Ég tel það hverjum manni nauðsynlegt, þ.e.a.s. ef fólk vill þroskast en það er vitaskuld ákvörðun hvers og eins. Sumir virðast halda að ég sé að mæra eða bera í bætifláka fyrir útrásarvíkinga, stjórnmála og bankamenn. Ekki get ég séð að það teljist að bera í bætifláka fyrir menn þegar þeir eru sagðir gráðugir og heimskir, en sitt sýnist hverjum. Þegar hrunið varð fann ég fyrir reiði. En þar sem ég geri allt til að koma í veg fyrir að hún setjist að hjá mér, fór ég í mjög nákvæma sjálfskoðun. Ég á vont með að setja mig í spor fólks sem á fullt af peningum og hefur mikil völd, slíku hef ég aldrei kynnst. En ég reyndi allt sem mögulegt var til að setja mig í þeirra spor. Hefði ég lent í sömu aðstæðum, þá væri ég kannski ekkert mjög vinsæll hjá þjóðinni, þannig að ég var ósköp sáttur við að vera bara meðal-Jón út í bæ sem hafði engin völd og peninga rétt til heimabrúks. Nú getur það verið að ég sé eitthvað einstakt tilfelli, flestir aðrir lausir við heimsku og græðgi og þá megum við vel við una. Að sjálfsögðu mun ég leitast við að halda mínum brestum í skefjum og það hefur tekist nokkuð vel alla tíð, þótt ég segi sjálfur frá. Með því að vera meðvitaður um eigin styrkleika og veikleika, þá kemst maður ágætlega af. Svo segi ég bara enn og aftur, ef það eru svona fáir íslendingar sem þekkja þessa veikleika í eigin fari, þá ættu íslendingar, fyrir utan mig og nokkra einstaklinga, að vera eftirsóttir til undaneldis í flestum ríkjum veraldar og geta ferðast víða til að kenna heiminum Guðs ótta og góða siði. Svona gott og grandvart fólk er því miður sjaldgæft í heiminum, en greinilega fullt af því á Íslandi. Guð hefur þá blessað Ísland umfram aðrar þjóðir ansi lengi:)
Posted on: Tue, 08 Oct 2013 00:50:59 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015