Indverskt sumar er heimildarmynd um ferðalag um Suður-Indland - TopicsExpress



          

Indverskt sumar er heimildarmynd um ferðalag um Suður-Indland til að kanna fimm þúsund ára óhefðbundna lækningarðferð. Myndin fylgir óvenjulegu pari: Heimsfrægum frönskum eitlalækni og fyrrverandi sjúklingi hans sem valdi indverskar lækningar fram yfir þá meðferð sem bauðst í Frakklandi. Þessi kvikmynd var sýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni í gær og í kvöld verður haldinn athyglisverður umræðufundur sem hefur titilinn: "Getum við fundið lækningu við krabbameini?" Gestir fundarins verða meðal annars Simon Brook leikstjóri myndarinnar og Magnús Karl Magnússon læknir. Magnús var gestur Síðdegisútvarpsins í dag.
Posted on: Tue, 01 Oct 2013 21:51:08 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015