Landhelgisgæsla Íslands leitar að fölhæfum starfsmanni til - TopicsExpress



          

Landhelgisgæsla Íslands leitar að fölhæfum starfsmanni til að sjá um viðhald kerfa og eftirlit með mannvirkjum á ratsjár- og fjarskiptastöðinni á Bolafalli við Bolungarvík. Um er að ræða viðhald mannvirkja, kerfa og búnaðar þ.m.t. eru varaaflsvélar, órofavaraaflskerfi, kælikerfi og annar vélbúnaður, ásamt daglegu viðhaldi á mannvirkjum og búnaði samkvæmt leiðbeiningum. Meðal helstu verkefna má nefna: Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri stöðvarinnar ásamt samskiptum við aðrar deildir Landhelgisgæslunnar og staðaryfirvöld. Daglegt viðhald og eftirlit með mannvirkjum og kerfum sem og fjargæsla kerfa. Viðhald farartækja og vinnuvéla. Skýrslugerð, upplýsingagjöf og kostnaðareftirlit. Umsjón og eftirlit með verktökum. Öryggis-, eftirlits- og vinnuverndarmál. Menntunar- og hæfniskröfur: Vélstjórnarmenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi. Góð almenn tölvukunnátta. Reynsla af rekstri varaaflsbúnaðar, kælikerfum og rafbúnaði. Ökuréttindi fólksbíla með tengivagn - vinnuvélapróf Góð íslensku- og enskukunnátta. Hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæði í vinnubrögðum. Fagmennska, heiðarleiki og metnaður í starfi. Krafist er traustra vinnubragða, reglusemi og stundvísi. Um star ð gildir að starfsmaður þarf að vera til taks vegna útkalla og er í því sambandi gerð krafa um búsetu í nágrannabyggðum stöðvarinnar. Viðkomandi þarf að standast kröfur um öryggisvottun og bakgrunnsskoðun skv. lögum nr. 34/2008 og reglugerðum nr. 959/2012 og 985/2011. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landhelgisgæslunnar við ráðningar í störf. Bæði kynin eru hvött til að gefa kost á sér í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs. Um er að ræða fullt starf. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skilað til Landhelgisgæslu Íslands, Skógarhlíð 14 eða á netfangið [email protected]. Umsóknarfrestur er til og með 28. október nk. Nánari upplýsingar veitir Georg Einir Friðriksson, [email protected].
Posted on: Wed, 16 Oct 2013 13:38:21 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015