Landvarðastarfið getur verið mjög áhugavert frá sjónarmiði - TopicsExpress



          

Landvarðastarfið getur verið mjög áhugavert frá sjónarmiði sálgreiningarinnar. Hér copýa ég og peista úr dagbók gærdagsins: Ég skipti mér af erfiðri breskri konu við Hverfjallið sem snéri út úr öllu sem ég sagði og fannst það fullkomlega fáránlegt að það mætti ekki raða grjóti þarna (vörður og graffittí) á meðan við leyfðum graffittí í Reykjavík, borg sem væri ein sú ömurlegasta sem hún hefði séð vegna graffittísins sem blasir þar við út um allt og Íslendingum greinilega algerlega skííít sama. Sá að konan var óviðræðuhæf þegar hún sagði í miðjum orðaskiptunum að hún skildi ekki íslensku og gæti því ekki áttað sig á boðskap mínum. Hún heyrði bara það sem hún ætlaði heyra - aðallega í sjálfri sér. Ég spurði hana hvaða tungumál hún héldi að ég væri að tala? Hún væri ekkert að hlusta á mig. Áður en ég gat klárað setninguna greip hún fram í fyrir mér og hélt áfram að þusa um graffittíið í Reykjavík. Ég sagði henni þá að að ég væri „the person of authority“ hér og hún skyldi bara gera eins og ég segði. Hún hótaði þá að klaga mig til yfirmanna minna fyrir að vera með „attitude“ . Sagði henni að það væri meira en velkomið en það breytti því ekki að hún yrði að hlýða mér. Punktur! Eftir það fór ég upp á gíginn og gekk hringinn. Þar mætti ég konu með lausann hund. Ég bauð góðann daginn á íslensku tvisvar (hærra og skýrara í seinna skiptið) en konan stóð bara og góndi á mig án þess að segja orð. Þá þótti mér ljóst að hún væri útlendingur og spurði hana hvort hún ætti þennan hund - á ensku. Hún játaði því og spurði mig hvort hundurinn væri að trufla einhvern – á ensku. Ég sagði henni að það skipti ekki máli – þetta væru lög. Á ensku. Hún beislaði þá hundinn. Á leiðinni heim í bækisstöð fór ég að hugsa að það væri grunsamlegt að erlend kona ætti hund á íslandi án þess að skilja ávarpið; góðann daginn. Ef hún væri búsett á íslandi þá ætti hún að kannast við þessa kveðju. Ég diskúteraði málið við yfirmann minn og hún bað mig að fara strax aftur að Hverfjalli og finna konuna ef vera kynni að hún hefði sloppið inn í landið með hund ólöglega – slíkt væri mjög alvarlegt mál. Þá yrði að gera lögreglu viðvart og hundinum yrði að farga. Ég fór og fann konuna og spurði hana um þjóðerni. Í ljós kom að hún var íslendingur og hún var sannfærð um að ég væri útlendingur og hafi því ekki heyrt íslensku koma af vörum mér og sá því ekki ástæðu til að ansa mér afskiptasömum útlendingi sem ávarpaði hana á einhverju „öðru“ tungumáli sem hún hafi ekki gert tilraun til að skilja. Í ofanálag var maðurinn í fatnaði merktum umhverfisstofnun! Algerlega súrrealístísk og óþægileg lífsreynsla fyrir grey konuna. Það tók mig langann tíma að reyna sannfæra hana um að ég væri 100% íslendingur og hún var aldrei sannfærð um að ég væri ekki eitthvað að plata hana. Hún hélt því til streitu að ég talaði með hreim! Ég hef svosem lent í svipuðu áður vegna útlits og litarháttar. Þetta sannar það enn og aftur að fólk sér og heyrir það sem það ætlar að sjá og heyra en ekki það sem í raun gerist fyrir framan augu þeirra og eyru. Að skilja það er lykill að skilningi á mörgu því rugli sem er í gangi hjá okkar ágætu tegund.
Posted on: Thu, 08 Aug 2013 21:23:44 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015