Magnað. Það er við svona tækifæri sem maður sér glytta í - TopicsExpress



          

Magnað. Það er við svona tækifæri sem maður sér glytta í ginið á lögregluríkinu. Edward Snowdon hefur sennilega framið hvítflibbaafbrot skv. bandarískum lögum en hann hefur ekki verið ákærður og hann er ekki grunaður um nein ofbeldisverk. Hann er landflótta maður, landflótta fyrir að hafa uppljóstrað um það sem allir vissu reyndar fyrir og það var um upplýsingasöfnun bandarískra stjórnvalda á ýmsum tengslum og nethegðun þeirra sem þeim þykja á einhvern hátt grunsamlegir. Svona sama eins og íslensk stjórnvöld kalla forvirkar rannsóknarheimildir. Svona samfélag þar sem allir borgarar teljast sjálfkrafa óvinir ríkisins og ríkið reynir að njósna um þessa meintu óvini sína eins og pótensial glæpalýð. Mikið vildi ég að íslensk stjórnvöld sendu flugvél eftir Edward Snowden ef hann meinar eitthvað með því að vilja fá hér hæli. Mikið vildi ég líka að íslensk stjórnvöld hefðu á árunum þegar gyðingaofsóknir og útrýming hófst í Þýskalandi og Gyðingar leituðu í örvæntingu að einhverju landi sem vildi taka við þeim - að Ísland hefði veitt skjól einhverjum en ekki hafnað svona mörgum þrátt fyrir að vitað væri að fólkið var í lífshættu.
Posted on: Tue, 18 Jun 2013 14:44:33 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015