Nokkrar svipmyndir úr vinnunni. Stórgóðri vaktaviku lokið, - TopicsExpress



          

Nokkrar svipmyndir úr vinnunni. Stórgóðri vaktaviku lokið, botnlaus yfirvinna alla dagana og mikil umferð um kæjann hjá okkur. Það virkar ansi rólegt fram undan með þrjár heilar vikur af 08 - 16 skrifborðsvinnu en verður yndislegt að geta mætt í kickbox á kvöldin þá í staðinn, gráðun í desember og pre-X-mas sixpack-átakið í algleymingi. Ekkert útkall hjá D-vaktinni í dag, áhöfnin á bátnum sem lenti í veseni náði að gera við bilaða thrusterinn og þurfti ekki að snúa við og umskipa öllu draslinu. Sem sagt rólegur sunnudagur, ljúffengt pasta mallandi í pottum og John Grisham á kantinum, í fyrsta sinn sem ég les hann í norskri þýðingu. Er að lesa The Broker sem heitir Megleren á norsku en það er reyndar frægur bar hérna í Sandnes City líkt og komið hefur fram hjá mér áður.
Posted on: Sun, 03 Nov 2013 15:07:17 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015