Norðurferðin var góð í gær, þriðjudag, og var engin hálka - TopicsExpress



          

Norðurferðin var góð í gær, þriðjudag, og var engin hálka fyrr en á Öxnadalsheiði og svo var krapaslabb eftir það að Dalvíkurafleggjara, en svo bara rigning að Árskógsandi og rigning var í eyjunni. Gærdagurinn var skemmtilegur í borginni, þótt stuttur væri áður en ég lagði af stað norður og hitti ég gamla vini sem vert var að hita. Og veðrið var ekki til að kvarta yfir, hvorki í borginni né á leið minni norður, sól langtímum saman og bara ljúft. Og ekki skemmdi að ég hitti góðan frænda í Staðarskála og höfðum við margt að spjalla og var sannarlega kominn tími til. Verum viss um það, að ef við erum annað veifið að gera eitthvað sem getur kallast góðverk, þá er nokkð víst að við eigum samleið eð lífinu. Það er okkar. Oft hef ég skrifað um vanan og að við séum ekkert nema einn stór ,,vondur” vani. Hann lítur oft út sem gjörsamlega rótgróinn. Verjumst. Látum ekki fjötra vanans gera okkur að þrælum. Vilt þú eitthvað segja, spegilmynd? Ja, ég vil aðeins segja, láttu engan hefta leit þína að sannleikanum. Njótið miðvikudagsins elsku vinir, hann er ykkar.
Posted on: Wed, 23 Oct 2013 01:09:35 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015