Nánast daglega hafa skemmtiferðaskip viðkomu hér á - TopicsExpress



          

Nánast daglega hafa skemmtiferðaskip viðkomu hér á Ísafirði, það er örugglega ekki mikið á þessu að græða fyrir samfélagið í heild. Farþegarnir virðast flestir vera komnir af léttasta skeiði og þeir taka ekki buddurnar með sér í land það er greinilegt. þeir sem hafa eitthvað upp úr þessu eru langferðabílstjórar og höfnin (hugsanlegar skoðunarferðir og svo hafnargjöld) Rétt áður en ég skyldi bauð sambýlismaður minn mér í cruis í Karabíska með skipinu sem sést á myndinni ( þá hafði ég varla farið í sumarfrí síðan 1984 ) þessi ferð kostaði ekki svo mikið, enda keypt gegnum Kanadíska ferðaskrifstofu að sögn sambýlismannsins. Um borð voru allir aldurshópar í öllum litum, samt fátt um ellilífeyrisþega, maður rakst að vísu á vel roskna menn með ungar skarti hlaðnar konur sér við hlið og nokkuð ljóst að það var buddan en ekki bólfarirnar sem konurnar urðu ástfangnar að. það var líf og fjör um borð, allt frá klassískri tónlist niður í ræflarokk, spilavíti, dansstaðir, sundlaugar, veitingahús á hverju horni og verslanir sem lækkuðu verðið eftir því sem leið á ferðina, þegar tveir daga voru eftir af ferðinni var afslátturinn orðin 50% á skartgripum, snyrtivörum og merkjafatnaði. Áður en skipið kom í land á viðkomustöðum var farþegum kynnt hvað hver staður hefði helst upp á að bjóða, til dæmis hvað varðaði hagstæða verslun. Á einni eyjunni voru skartgripaverslanir í röðum, götu eftir götu, þarna var hægt að kaupa eðal skartgripi og úr á "spottprís" og okkur var sagt að efnamenn vesluðu mikið þarna, sjálfsagt til að viðhalda ástinni. það var allt annar bragur á þessari skemmtisiglingu heldur en maður er að sjá hér, maður þarf ekki annað en að líta ferðalangana til að sjá það.
Posted on: Thu, 25 Jul 2013 05:46:39 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015