Nú er ég búinn að fylla Moggann og mbl.is af efni frá leiknum - TopicsExpress



          

Nú er ég búinn að fylla Moggann og mbl.is af efni frá leiknum magnaða í Kalmar í dag. Þið kaupið öll Moggann, þykist ég vita, og hafið því til margs að hlakka með morgni, og hér er allt hitt til upphitunar: mbl.is/sport/em_fotbolta/ En þá er aðalmálið eftir! Ég er ekki lengur óheillakráka íslenska kvennalandsliðsins. Við Margrét Lára Viðarsdóttir gerðum málin upp eftir leikinn í kvöld. Hér er sá partur af viðtalinu sem ég tók við hana eftir leikinn - sem birtist bara á Facebook: "Þessi sigur þýðir fyrst og fremst það að blaðamaður Morgunblaðsins, Víðir Sigurðsson, fær að vera áfram með okkur hérna í Svíþjóð, sem er aðalmálið og lykillinn að frekari velgengni liðsins." Henni var mikið í mun að koma þessu á framfæri. Í kjölfarið kom svo eitt og annað sem Margrét hafði að segja um leikinn sjálfan, dramatíkina í kringum vítið, hvernig hún var búin að ákveða að framkvæma það, martraðirnar sem hún hefur upplifað undanfarin fjögur ár....og allt það munuð þið lesa nákvæmlega í Mogganum í fyrramálið Og þar hafið þið það. Ég hef ekki sagt mitt síðasta orð frá Smálöndunum í Svíþjóð! Á morgun er ferðinni heitið til Växjö.
Posted on: Thu, 11 Jul 2013 23:27:13 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015