Pressukvöld 1947 Auðvitað er kynslóðamunur en þetta virkar - TopicsExpress



          

Pressukvöld 1947 Auðvitað er kynslóðamunur en þetta virkar eins og hópur af fólki á sýru í Stundinni okkar. Bráðskemmtilegt „Pressukvöld" Blaðamannafjelagsins „PRESSUKVÖLD" Blaðamannafjelags Íslands í Sjálfstæðishúsinu í fyrrakvöld var bráðskemmtilegt í alla staði og var það einróma álit manna, að það hafi verið með betri skemmtikvöldum, sem hjer hafa verið haldin lengi. Eins og áður hefir verið skýrt frá, seldust aðgöngumiðar að skemmtuninni upp svo að segja á svipstundu og var hvert sæti skipað í Sjálfstæðishúsinu og vel það, því komið hafði verið fyrir aukaborðum og stólum til að koma öllum gestum fyrir. Klukkan 9 fór fólkið að koma og varð brátt húsfyllir. — Var fyrst í stað dansað undir leik hljómsveitar Aage Lorange. En kl. 11 hófst „fyrsta próförk" skemtiatriðanna. Lárus Ingólfsson leikari var kynnir og gerði mönnum ljett í skapi með fyndni sinni. Í fyrstu próförk voru þau skemtiatriði, að Einar Markússon píanóleikari ljek nokkur lög og hlaut mikið lof í lófa. Vestur-íslenski söngvarinn Birgir Halldórsson söng einsöng við mikla hrifningu áheyrenda og Lárus söng sjálfur gamanvísur um blaðamenn bæjarins og fjell það grín í góðan jarðveg. Að þessu loknu var enn dansað um hríð, en síðan hófst „önnur próförk". Þá dansaði ungfrú Sigríður Ármann nokkra dansa og vakti „akrobatik" dans hennar mikla hrifningu. Þóttust menn ekki áður hafa sjeð svo liðuga danskonu á leiksviði. Baldur Georgs töframaður sýndi listir sínar af mikilli leikni, en í bestan jarðveg féll búktal hans. Hafði hann meðferðis náunga einn, sem hann geymir í handtösku og rabbar við hann um alla heima og geyma. Vakti búktalið og „brandararnir" óskiftan fögnuð áheyrenda. Loks söng Lárus Ingólfsson nýgerðar gamanvísur um stjórnina. Morgunblaðið kemur Um kl. 2,30 tilkynti Lárus Ingólfsson að kominn væri gestur í samkvæmið og ljóskastarar lýstu upp kunnan Reykvíking, sem stóð á leiksviðinu með Morgunblaðspoka framan á sjer fullan af nýprentuðum blöðum. Þar var kominn Jón Eyjólfsson og ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna, en gestir þustu að honum til að fá Morgunblaðið, en í því var mynd af gleðskapnum, sem tekin hafði verið þá skömmu áður.
Posted on: Mon, 22 Jul 2013 19:17:18 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015