Pétur heitinn Kristjánsson hafði mikið dálæti á Kim Larsen - TopicsExpress



          

Pétur heitinn Kristjánsson hafði mikið dálæti á Kim Larsen og söng lög hans með flottum íslenskum textum eftir Kristján Hreinsson. Kim er góður söngvahöfundur og túlkandi. Eitt sinn reyndi hann án árangurs við bandaríska markaðinn. Þarlendir markaðsmenn töldu hann vera of ljótan til að verða poppstjörnu á heimsmarkaði. Þar fyrir utan átti Kim erfitt með að fara í það hlutverk sem bandarísku markaðsfræðingarnir skrifuðu upp eins og leikrit ásamt tilheyrandi leikbúningum. Heimsfrægðarbröltið klúðraðist. Kim varð því manna fegnastur. Honum leið eins og hálfvita í því hlutverki. Hann býr ennþá í sömu blokkaríbúð í Kaupmannahöfn og hann átti sem blankur unglingur. Hann sækir ennþá næstum daglega sama pöbbinn og hann sótti sem unglingur. Dóttir hans lýsti honum í blaðaviðtali sem ömurlegum föður. Hann hafi aldrei samband við börn sín eða aðra ættingja að fyrra bragði. Hann hangi bara á pöbbnum. Sjálfur viðurkennir hann að vera fastur í því að sötra bjórinn á barnum og spjalla við æskuvini og fleiri. Hann hafi alveg gaman af því að heyra frá börnum sínum í síma en hann sé ekki týpan sem troði sér upp á þau. Hann leggur það í þeirra hendur að halda sambandi.
Posted on: Sun, 23 Jun 2013 22:23:21 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015