Rómafólkið (venjulega nefnt sígaunar hér á landi) hefur - TopicsExpress



          

Rómafólkið (venjulega nefnt sígaunar hér á landi) hefur sætt ofsóknum í flestum Evrópulöndum allt frá því að það kom þangað. Hámarki náðu ofsóknirnar á valdatíma nasista í seinni heimstyrjöldinni. Talið er að þá hafi um ein milljón Rómafólks verið drepin. En þessar ofsóknir hafa haldið áfram eftir 1945 í Evrópu almennt. Sjálfir halda þeir fast í eigin menningu og sérkenni. Eftir að Búlgaría og Rúmenía gengu í ESB hefur fjöldi fátæks Rómafólks flutt þaðan til Vestur-Evrópu og mætt þar mikilli andstöðu. Ýmsar þjóðsagnir því neikvæðar hafa verið endurteknar eins og það steli börnum. Hjón af Rómaættum eru í fangelsi í Grikklandi þar sem hjá þeim var ljóshærð stúlka þeim óskyld. Ljóshærð stúlka var tekin af hjónum á Írlandi en send til þeirra aftur þegar DNA-rannsóknir sýndu að hún var dóttir þeirra. Blá augu og ljóst hár þekkjast hjá öllum þjóðum, t.d í Norður-Indlandi og Íran, en eru í tilfelli Rómafólks talin vera merki um glæp.
Posted on: Thu, 24 Oct 2013 04:30:16 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015