Saga af vestfirskum tvíburasystrum: "Þegar móðir mín leit - TopicsExpress



          

Saga af vestfirskum tvíburasystrum: "Þegar móðir mín leit fyrst dagsins ljós á kreppuárunum á Ísafirði, 19. apríl árið 1930, trúðu fæstir því að hún myndi lifa. Amma mín, Kristín Karlína Jónsdóttir frá Aðalvík, og afi minn, Gestur Sigurðsson af Ströndum, áttu son sinn Magnús á þriðja ári þegar mamma og tvíburasystir hennar fæddust. Þær fæddust tveimur mánuðum fyrir tímann og voru þrjár og fjórar merkur. Amma vafði þær inn í bómull, því húð þeirra var óþroskuð, lagði þær í kommóðuskúffu, setti þriggja pela flösku með heitu vatni á milli þeirra og stillti skúffunni við hlið kolaeldavélarinnar þar sem hitinn var mestur. Það var með ólíkindum að litlu telpurnar skyldu lifa, en amma sagði að það væri álfkonu að þakka. Álfkonan hefði birst sér í draumi stuttu fyrir fæðingu barnanna og lofað henni hjálp, því hún hefði gætt hólsins hennar í Aðalvík. Amma hafði sýnt náttúrunni virðingu sína og hélt því dætrunum litlu að launum. Þær voru síðar skírðar í höfuðið á álfkonunni, Álfhildur Erla og Hulda Elsa. " Þetta frásögn sá ég í minningargrein þar sem dóttir Huldu er að skrifa, undir henni stendur Kristín Marja. Kannski er það Kristín Marja rithöfundur. En það kemur fram í minningargreininni að dóttirin hafi líka eignast tvíburadætur og þær verið skírðar eftir fyrri tvíburunum. mbl.is/greinasafn/grein/127441/?item_num=118&dags=1994-03-01
Posted on: Thu, 04 Jul 2013 11:37:35 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015