Sagan eina. Rithöfundurinn Chimamanda Adichie talar um hvernig - TopicsExpress



          

Sagan eina. Rithöfundurinn Chimamanda Adichie talar um hvernig sögur skapa ímynd okkar af heiminum. Talar um hvernig hún, lítið barn í Nígeríu ólst upp við að hlusta á sögur af bláeygðum ljóshærðum breskum börnum sem drukku engiferöl, borðuðu epli og spáðu í veðrið. Minnir mig á að í minni bernsku var ég neydd til að hlusta og lesa endalaust um íslensk sveitabörn svona í "Sögunni af Hjalta litla", sögur sem dásömuðu sveitalífið og sögusviðið var "Siggi var úti með ærnar í haga". Sama þó ég væri algjört borgarbarn sem fór varla út fyrir Laugarnesið í bernsku minni ef frá eru talin nokkur ár sem fjölskyldan fór í sunnudagsbíltúra eitthvað austur fyrir Selfoss. Á árunum frá því ég var svona 10 ára og þangað til ég byrjaði að fara sjálf í ferðir með ferðafélaginu ca 26 ára þá held ég hafi nánast aldrei komið út fyrir Reykjavík fyrir utan þrældóm eitt sumar í frystihúsi í Grindavík. Þær bókmenntir sem ég las í bernsku og á unglingsárum voru allar úr allt öðru umhverfi og ég bjó við. Ég held reyndar að það sé eðli sagna. Amk vona ég að fólk búi ekki almennt við þær aðstæður sem lýst er í þeirri tegund bókmennta sem núna tröllríður öllu þ.e. sakamálasögum. Alla vega virðast tölur yfir morð og illa útleikin lík vera lægri en ætla mætti ef hlustað er á sögurnar sem sjónvarpið segir okkur á hverju hvöldi. Nema fólk sé svona duglegt að fela líkin.
Posted on: Tue, 13 Aug 2013 12:23:40 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015