Samkvæmt fréttumer Frakkland enn fjölsóttasta ferðamannaland - TopicsExpress



          

Samkvæmt fréttumer Frakkland enn fjölsóttasta ferðamannaland í heimi; 83.000.000 ferðafólks sóttu heim þær 66.000.000 manns sem búa í Frakklandi. Það er um það bil 1.3 ferðamenn á móti hverjum heimamann er það ekki? Til samanburðar má nefna að í fyrra komu 673.000 að heimsækja okkur þessi um það bil 324.000 manns sem búa á Íslandi, það er 2.1 gestur á innlendan haus. Það þarf nú meiri útreikninga og fleiri breytur í pakkann til að draga ályktanir af þessu - en það er óneitanlega umhugsunarvert að vera með mun hærra hlutfall ferðafólks á íbúa en fjölsóttasta ferðamannaland í heimi
Posted on: Mon, 05 Aug 2013 15:54:25 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015