Samkvæmt þessari NATO skýrslu hefur Bashar Al Assad stuðning - TopicsExpress



          

Samkvæmt þessari NATO skýrslu hefur Bashar Al Assad stuðning 70% þjóðarinnar. Ég ætla ekki að bera neinn varnarskjöld honum til verndar, en síðustu tvö ár hafa ca. 90.000 manns misst líf sitt í Sýrlandi vegna átaka sem þar hafa geisað og hundruðir þúsunda eru sagðir hafa flúið land. Ástandið er þó örlítið flóknara en svo. Staðan er sú að fólkið í landinu hefur verið að upplifa að útlenskir einstaklingar og minnihlutahópar í landinu, aðalega Jíhadistar, hafa verið að ganga berserksgang borga á milli og framið ekki minni ódæðisverk en aftökur, gíslatökur, pyntingar og nú síðast beitingu efnavopna að því er virðist, í það minnsta samkvæmt eftirlitsaðila á vegum öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna sem staðsettur er í landinu. washingtontimes/news/2013/may/6/syrian-rebels-used-sarin-nerve-gas-not-assads-regi/ Stjórnarherinn berst í bökkum við að ná aftur svæðum sem ofbeldisfullir öfgamenn hafa tekið yfir og ástandið er blóðugt, hvorum megin sem á það er litið. Assad hefur ekki haft jafn mikinn stuðning áður, en fólk er sett í þá stöðu að þurfa að velja á milli tveggja slæmra kosta. Stjórn Sýrlands er að sjálfsögðu ekki saklaus sem lambið, en ég spyr, stjórns hvaða lands hefur ekkert óhreint mjöl í pokahorninu? Vald spillir, að svo er virðist hvar sem það er í heiminum, en þá er þráin í völd ekki síður hættuleg. Það er fyrir löngu vitað að það hefur verið á döfinni, samkvæmt Donald Rumsfield, að "taka yfir" Sýrland. Löndin sem voru í planinu voru Súdan, Sómalía, Lebanon, Libía, Afganistan, Írak og Íran. Barack Obama sagði fyrir nokkrum mánuðum að ef til þess skildi koma að efnavopnum yrði beitt í Sýrlandi að þá væri það "rauða línan", sem þýðir að þá sé orðið tímabært að ráðast opinberlega inn í landið með tilheyrandi sprengjuathöfnum og dauðsföllum. Eitt sem stingur dálítið í augun er að allar þær þjóðir sem "bandamenn" hafa verið með puttana í undanfarin tíu ár eru allt lönd sem viðurkenna ekki ríki Ísraels. Fyrirheitna landið virðist mikilvægt fyrir einhverjum en við sjáum það bersýnilega með þeim hrotta sem Palestína hefur þurft að þola í áraraðir fyrir tilstilli þessarar trúarfarslegu þrjósku að þarna skuli ríki Ísraels standa. George Galloway, breskur þingmaður, hefur talað hátt um glæpi Ísraelsríkis og fullyrti nýlega að uppreisnarmennirnir í Sýrlandi þáðu vopn og fjármagn þaðan. en.wikipedia.org/wiki/George_Galloway Það vill svo (ó)heppilega til að margir þeirra sem eiga stærstu banka, fjölmiðla og olíufyrirtæki heimsins eru "strangtrúaðir gyðingar" sem kenna sig við Síonisma. Ef einhver vill kynna sér hugmyndafræðina á bak við Síonisma, þá er hér ágætis samantekt frá Wikipedia. Ég ætla ekki að tala fyrir alla en ég gæti trúað því að flestir hérlendist finnist þessi hugmyndafræði ansi fordómafull og bara frekar klikkuð. Ég mun halda áfram að styðja við þá hugmynd að slíta öllu samskipti við ríki Ísraels og hætta með öllu að flytja inn vörur og verslun þaðan, þó það væri nú ekki bara nema fyrir ódæðisverkin sem hafa verið gerð í Palestínu og mismununina sem á sér stað þar í landi á milli múslima og gyðinga. en.wikipedia.org/wiki/Zionism Það hafa eflaust margir heyrt talað um Rothchild fjölskylduna áður og þá sérstaklega í tengslum við samsæri í kring um "Nýju heimsregluna"; áætlað af mörgum sem einhverskonar plan "elítunnar" til þess að gera heiminn að "einni þjóð" undir einni miðstýringu. Einhvernveginn hafa þessi hugtök misst vægi finnst mér, eins og þau séu orðin klisjukennd, en það breytir ekki raunverulegri stoð þessara hugtaka. Hér getið þið lesið um eitt stærsta og rótgrónasta fyrirtæki jarðkringlunnar, en armar þess ná til nánast allra ríkisstjórna í heiminum í gegnum alþjóðlega banka sem "bjarga löndum í neyð", að sjálfsögðu með því að skuldsetja löndin í leiðinni í þvílíkri vaxtaflækju og oftar en ekki virðist að búnar séu til hentugar aðstæður í landi þar sem þetta bjálkn þyrstir í að grípa í taumana. Þetta könnumst við vel við hér í landi, þá kanski hvað augljósast í kjölfar niðursveiflunnar árið 2008. en.wikipedia.org/wiki/N_M_Rothschild_%26_Sons Hér eru nokkrar tilvitnanir nokkura einstaklinga sem fara eftir síonískri hugmyndafræði, einstaklinga sem sitja í háttsettum stöðum. Ansi ógeðfellt af mörgu leiti ef þú spyrð mig. Viljum við halda áfram að vera bandamenn þessara afla og borga hluta af launum okkar til að styrkja þeirra starf? Það má vissulega segja það án þess að hika að íslenskur almenningur hjálpaði til með að borga undir innrásir, núna síðast í Libíu, en ríkissjóður greiðir hundruðir milljóna á hverju ári t.d. til NATO. Sigmundur Davíð forsætisráðherra talaði nýverið um að styrkja samband okkar við Bandaríkin og NATO. Guð má vita hvað slíkt "bætt samstarf" felur í sér. rense/general77/disturb.htm Cheney, Bush, Netanyahu, Dimon, Murdoch, Paulson, Wolfowitz, Blair, Rumsfeld, Kissinger, Rothchild, Beck, Limbaugh. Hvernig stendur eiginlega á því að þetta fólk gangi enn laust eftir alla þá glæpi sem það hefur framið? Ég er ekki frá því að vart sé við Stokkhólmsk heilkenni almennings þegar kemur að einstaklingum sem stýra "heimsmynstrinu", enda erum við nú flest orðin háð því að taka þátt í neyslu og skattkerfi sem heldur alþjóðlegum frjálshyggjudraumum ráðamanna gangandi, hálfgerður fasismi sem felur sig undir flaggi lýðræðis. Ég býð ekki upp á neina afgerandi lausn, nema hvað að fyrsta skref hlýtur að vera að upplýsa sem flesta um þessa nálgun á stöðu mála og að vanda sig sérstaklega þegar kemur að því hvert maður setur peningana sína. Það getur reyndar verið mjög erfitt að komast hjá því að "halda kerfinu uppi", en hey, við þurfum einhvern aflgjafa í bílana okkar til að komast frá A til B. Er jarðeldsneytispælingin ekkert að fara verða úrelt, ég bara spyr? Ekki hótuðu nein vestræn ríki því að innrás væri yfirvofandi yfir Ísrael vegna efnavopna sem voru notuð á Gaza svæðinu á árunum. Ekki hafa "bandamenn" og NATO þurft að svara fyrir að hafa notað auðgað úran á sprengjuodda sína í undanförnum innrásaraðgerðum sínum. Hættum að kaupa það sem þessir loddarar eru að selja og dreifum því áfram til þeirra sem vilja meina að Bandaríkin séu að sinna "mannúðlegum íhlutunaraðgerðum" og að Barack Obama eigi skilið friðarverðlaun Nóbels, ef það eru þá einhverjir eftir sem raunverulega líður þannig. Markaðurinn er þegar farinn að gera ráð fyrir því að innrás verði gerð samkvæmt mbl.is. Raunin er sú að Sýrland er enn eitt landið sem skuldar ekki alþjóðlegum bönkum á borð við IMF eða World Bank, sbr. Libíu fyrir innrás. mbl.is/vidskipti/frettir/2013/08/28/markadirnir_reikna_med_loftarasum/ Ábyrgð fjölmiðla í slíkum málum er gríðarmikil, en því miður þá er staðan þannig hérlendis að erlendar fréttir eru yfirleitt bara þýddar frá þeirri fréttaveitu sem þær berast. T.d. hefur The Guardian, ein helsta fréttaveita RÚV, verið máluð sem "pro-zionism" fréttaveita, enda er eignarhald miðilsins í takt við þær ásakanir. Ég ætla ekki að fullyrða upp að hvaða marki þessi svokalla síonisma hugmyndafræði hefur áhrif á heimsmyndina í dag, en þau hljóta þó að vera þónokkur miðað við þau gögn sem liggja fyrir um málið. Að sjálfsögðu spilar "markaðurinn" stóra rullu líka, en ég giska á að það sé pottþétt partí á Wall-Street þessa dagana. Afleiðingarnar sem slík innrás gæti haft í för með sér eru ófyrirsjáanlegar, en talsmenn Rússlands, Íran, Kína og Sýrlands hafa varað Bandaríkjamenn sterklega við því að ráðast inn. Ef kemur síðan í ljós að innrásin hafi verið byggð að eihverju leiti á lygum, áróðri og óhróðri, þá hvað? Ég vil trúa að við viljum frið, sannleika og sanngirni, og að við sem almennir borgarar höfum fengið okkur fullsödd af spillingu, stríði og kúgun auðvaldsins. Að sjá hrottafengin myndbönd á hverjum degi í fréttunum er eitthvað sem snertir okkur öll janvel þó við séum misdeyfð yfir því, það vill enginn sjá dáin börn á meðan fjölskyldumáltíðin á sér stað. Hvert einasta keisaraveldi sögunnar hefur á endanum fallið, og nú er það í okkar höndum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir frekari aðgerðir gegn Sýrlandi. Maður slekkur enga elda með því að hella bensíni yfir þá, og að réttlæta ofbeldi með frekara ofbeldi er hugmyndafræði sem ég mun aldrei geta tengt við mig. Lifi friðurinn!
Posted on: Thu, 29 Aug 2013 14:15:26 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015