Skemmtileg er leitin að fallegasta íslenska nafninu, ekki síst - TopicsExpress



          

Skemmtileg er leitin að fallegasta íslenska nafninu, ekki síst meðal barnanna sem segja svo einlæglega hvað þeim finnst. Hef sjálfur ekki gert upp hug minn, af svo mörgu fallegu er að taka. Ljósmóðir? Auðveldara val á hebresku, finnst mér: "Shalom", þekktasta orð þeirrar tungu, verðskuldar heiðurssætið, friðarhugtakið sem merkir þó svo margt annað en bara friður; eins og heill, hamingja, farsæld, jafnvægi. Slm 85:11 segir skemmtilega: "Réttlæti og friður kyssast." En friður og réttlæti standa oft saman í hinum hebresku ritningum og segir það sína sögu. Friðurinn þarf að tengjast réttlæti. Uppáhaldsbíómyndin Babettes gæstebud (1987) vitnar skemmtilega í þessi orð 85. Davíðssálms og er öðrum þræði óður til friðarins.
Posted on: Wed, 25 Sep 2013 09:04:36 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015