Skrifaði eftirfarandi inn á hugleiðingu Guðmundar Magnússonar - TopicsExpress



          

Skrifaði eftirfarandi inn á hugleiðingu Guðmundar Magnússonar um stéttaskiptingu á Íslandi (en hann er sérfræðingur í henni): Ísland var mjög stéttskipt land á miðöldum og fram á nítjándu öld. Það, sem vildi þjóðinni til happs, var, að landeigendastéttin hér varð nánast gjaldþrota í móðuharðindunum, svo að allan mátt dró úr henni. Jafnframt gripu danskir ráðamenn fegins hendi kapítalismann, sem kom eins og frelsandi afl inn í þjóðlífið á nítjándu öld og á öndverðri tuttugustu öld. Hann skapaði jafningjatilfinninguna á Íslandi. Fólk svalt ekki lengur í hel eða hraktist vestur um haf, heldur fluttist í bæina, sem urðu eins og Bandaríkin, land tækifæranna. Jón Trausti lýsir þessu vel. Síðan staðnaði þetta fram til 1991, og afturkast varð um skeið (með höftunum). En því miður breyttist markaðskapítalisminn, sem við Davíð reyndum að endurskapa á Íslandi að fyrirmynd Jóns Sigurðssonar og Hannesar Hafstein (og tókst) 1991–2004, í klíkukapítalisma, crony capitalism, 2004–2008, þegar Jón Ásgeir Jóhannesson tók völdin. Helstu forsöngvarar hans voru Þorvaldur Gylfason og Gunnar Smári Egilsson.
Posted on: Fri, 02 Aug 2013 20:07:28 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015