Sumir safngestir setjast að í minni: Um daginn kom nær - TopicsExpress



          

Sumir safngestir setjast að í minni: Um daginn kom nær 8-ræður gestur með hópi aldinna. Hann sá dengingaráhöldin á sýningu safnsins. Ég dengdi, sagði hann. Jæja, sagði ég og hann greip klöppuna og ljáinn; sýndi mér handbragðið og lýsti um leið nákvæmlega. Hve lengi dengduð þið, spyr ég. Fram yfir 1940, svaraði hann. Hvort tveggja passaði með öllu við það sem ég hafði heyrt (Verklýsingu hans páraði ég síðar hjá mér). Við gengum áfram: Heyrðu, varst þú ekki á Hólum, spurði hann. Nei, ég var á Hvanneyri. Stundarþögn. Heyrðu, varst þú ekki á Hólum, spyr hann. Ég svaraði sem fyrr. Spurninguna endurtók hann fimm sinnum. Ég svaraði jafnoft... Mér varð ljóst hvað hrjáði. Verkið góða hafði sest varanlega að í kolli hans; annað hafði trosnað. Mannsheilinn er merkilegur.
Posted on: Mon, 16 Sep 2013 21:51:08 +0000

Trending Topics



doing business in this town,
25/03/14 Morning Murli Om Shanti BapDada

Recently Viewed Topics




© 2015