Svona vinnur Icelandair! Á haustmánuðum 2012 hafði - TopicsExpress



          

Svona vinnur Icelandair! Á haustmánuðum 2012 hafði Flugfélagi Íslands samband við okkur á Hótel Hallormsstað og bað um að fá að taka auglýsingamynd inn á hótelinu sem ætti að vera notuð í markaðsátaki þeirra fyrir austurland. Það var auðvitað sjálfsagt mál og við gáfum auðvitað leyfi okkar. Þegar upptökufólk og leikarar mæta á staðinn þá kom í ljós að þeir vildu bara taka myndir inn í spainu hjá okkur. Okkur fannst þetta eitthvað skrítið en þá var okkur sagt að þetta væri bara auglýsing um austurland og ekki ætti neinn staður að vera auðkennilegur, „þetta væri svona eins auglýsing að gerð var fyrir Akureyri“. Gott og vel við tókum þetta eðlilega gott og gilt. Síðan kemur auglýsingin ,,, Þá er auðsjáanlega verið að auglýsa helgarferðir með Flugfélagi Íslands á Icelandair Hótel Hérað á Egilsstöðum. Það er hinsvegar ekkert spa eða sána á Hótel Héraði, því var brugðið á það ráð að ljúga sig inn í spaið hjá okkur og taka myndirnar þar. Á sínum tíma hafði ég auðvitað samband við Flugfélagið og lýsti yfir óánægjuminni yfir þessum vinnubrögðum enda væri þetta pínlegt fyrir þá. Þeir lofuðu að skoða málið og létu síðan klippa út bútinn í auglýsingunni þar sem súmmað er inn á nafn Hótels Héraðs. Þetta var auðvitað kattarklór en þó kannski ekki eins pínlegt þó að auðvitað megi sjá hvað sé verið að auglýsa. Nú eru hinsvegar auglýsingin aftur farinn að rúlla óklippt.
Posted on: Tue, 27 Aug 2013 13:26:52 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015