Um 17.800 heimili voru með neikvætt eigið fé í fasteign sinni - TopicsExpress



          

Um 17.800 heimili voru með neikvætt eigið fé í fasteign sinni í árslok 2012, borið saman við um 25.300 heimili 2010, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins. Heimili í þessari stöðu hafa ekki verið færri síðan 2008. Ég spyr getur verið að ein ástæðan fyrir fækkun heimila með neikvætt eigið fé sé vegna þess að uppundir 5000 heimili hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta frá hruni og þau hafa væntanlega öll verið með neikvætt eigið fé? Ég spyr líka hvort uppblásið fasteignaverð sem er haldið uppi af fjármálakerfinu sé hluti ef þessari fækkun? Ég alla vega velti því fyrir mér ef fjármálastofnanir myndu yfirtaka öll þessi 17.800 heimili og reka heimilisfólkið út a guð og gaddinn sem eru með neikvætt eigið fé væri þá ástandið orðið glæsilegt og allir komnir með jákvætt eigið fé!!!!! Alla vega er þetta ólíkt því og þegar sumir aðilar töluðu um að atvinnuleysið væri að minnka, ástæðan þá var sú að fólk var að flytja af landi brott og einnig var fólk búið með sinn bótarétt og var komið á framfærslu sveitarfélaga. Enda töldust þeir ekki með inní atvinnuleysistölum. Þá töluðu menn um að atvinnuleysið væri á niðurleið!
Posted on: Tue, 10 Sep 2013 21:54:12 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015