Var að hlusta á morgunfréttir í ríkisútvarpi allra - TopicsExpress



          

Var að hlusta á morgunfréttir í ríkisútvarpi allra landsmanna og þar var verið að segja frá því að búið væri að nefna gíg á Merkúr eftir Halldóri Kiljan Laxness. Síðan sagði ,,er staddur skammt norðan við norðurpól reikistjörnunnar". (þetta er líka hægt að sjá á heimasíðu RÚV). Það að vísu merkileg frétt að gígur sé nefndur eftir Nóbelskáldinu en það væri miklu merkilegri frétt ef svona gígur væri á ferðalagi, sem hlýtur að vera fyrst hann er staddur einhversstaðar... Það þarf að vanda sig þegar verið er að þýða úr erlendum málum og þarna hefði verið nóg að segja að gígurinn er skammt fyrir norðan norðurpólin og sleppa ,,staddur".
Posted on: Thu, 20 Jun 2013 08:19:10 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015