Vilhjálmur Birgisson Hér er gömul frétt frá - TopicsExpress



          

Vilhjálmur Birgisson Hér er gömul frétt frá Viðskiptablaðinu frá 2009 þar sem fram kemur að nýju bankarnir hafi fengið skuldir heimilanna á hálfvirði frá gömlu bönkunum. En Viðskiptablaðið vísar í skýrslu AGS að lán heimila landsins hafi verið færð niður um 563 milljarða króna . Nýju bankarnir fengu ríflega 44 prósenta afslátt af skuldum heimilanna í landinu. Hvernig gat þetta gerst 44 prósenta afsláttur en mörg heimili hafa verið rukkuð uppí topp og er nema furða að bankarnir séu búnir að skila 214 milljörðum í hagnað frá hruni í ljósi þess að þeir hafa haldið áfram að rukka heimilin uppí topp þrátt fyrir 563 milljarða niðurfærslu! Ég spyr: þarf ekki að rannsaka þetta mál þegar bankarnir voru endurreistir?
Posted on: Wed, 18 Sep 2013 02:28:42 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015