Við Púntur höfum verið að velta því fyrir okkur hvort hún - TopicsExpress



          

Við Púntur höfum verið að velta því fyrir okkur hvort hún sé dæmigerð þegar kemur að trúverðuguleika mannfólksins eða einstaklega vitlaus og mótsagnakennd. Við erum ekki sammála. Hann er meira svona slakur í afstöðunni, segist ekki nenna að kryfja þetta til mergjar og ekki nenna að erfa það við hana þó hún kunni að hafa móðgað mig. Hún móðgaði hann ekki. Ég held að hann skilji þetta ekki alveg, er sennilega ekki eins djúpvitur og ég. En tilefni hugrenninganna er sumsé þetta: Hún kom heim úr vinnunni í dag, alveg á yfirsnúningi. Við vorum búin að koma okkur makindalega fyrir og hugðumst sofa okkar venjubundna miðdegislúr. Hún byrjaði á því að draga frá öllum gluggum, opnaði þá upp á gátt svo birtan skar í augun og hitastigið lækkaði um nokkrar gráður. Við þessa iðju fjasaði hún um að nú yrði sko tekið til, ryksugað, skúrað og, umfram allt, loftað út. Svo reif hún okkur upp á rófunni og skipaði: „Drífið ykkur út kisur. Það er loksins hætt að rigna og meira að segja komin sól. Þið hafið gott af heilnæmu útiloftinu, út með ykkur!“ Við lufsuðumst upp í glugga, geyspandi og ringluð og stungum hausnum út, svona til að þefa og kanna aðstæður. Og þar sem við sitjum þarna hringir síminn og við heyrum hana segja: „Nei, mig dreymir um að flytja og ætla sko að láta þann draum rætast fyrr en síðar. Það er ekki búandi hér í allri þessari mengun, með Kringlumýrarbrautina svogott sem í gegnum svefnherbergið.“ Þar höfðum við það. Þetta heilnæma útiloft varð, hálfri mínútu síðar, að óþolandi mengun. Hvers á köttur að gjalda? Hún skipar okkur út í óloftið sem hún þolir ekki sjálf. Það er nógu gott handa okkur! Ég bakkaði inn, stakk mér inn í fataskáp og faldi mig þar á meðan ég hugsaði mitt ráð og þegar ryksuguskömmin þagnaði og hún var farin að bjástra í eldhúsinu, var ég búin að ákveða að vera móðguð, lengi. Ég skaust fram úr fylgsni mínu, fór fram í stigaganginn í sameigninni, og hélt þar stórkostlegustu einsöngstónleika, sem ég hef sungið. Þeir hljóma vel, finnst mér, en þeir fara í taugarnar á henni, hún kallar þá breim. Þá sest ég hnarreist í miðjan stigann, horfi beint upp í loftið og mjálma skerandi hátt, og passa að hafa það vel falskt. Það hreif, ég fékk ýsu!
Posted on: Fri, 13 Sep 2013 22:38:56 +0000

Trending Topics



. My woman
On the real tho. To be honest tho. Im never satisfied because i
Lord, tomorrow will be our OET Examination. Give us enough wisdom

Recently Viewed Topics




© 2015