Ég er ótrúlega spenntur fyrir lokakvöldi Undir Áhrifum. - TopicsExpress



          

Ég er ótrúlega spenntur fyrir lokakvöldi Undir Áhrifum. Gestur kvöldsins er Gudmundur Oddur Magnusson aka DJ GODDUR. Hann hefur heldur betur haft áhrif á mig allt frá því ég kynntist honum á Seyðisfirði upp úr síðustu aldamótum. Goddur dældi í okkur vinina hárréttri tónlist á hárréttum tíma, ár eftir ár. Goddur var líka einn helst aðdáandi MIRI og á LungA 2005 skipulagði hann einnar nætur stefnumót Miri og Curver Thoroddsen. Úr varð fyrsta EP platan okkar, Fallegt Þorp og síðar breiðskífan, Okkar. Við höfnuðum svo reyndar tillögu Godds að umslagi EP plötunnar sem hann hannaði fyrir okkur. Við sjáum eftir því núna. Ég er búinn fá smjörþefinn af því sem Goddur ætlar að spila í kvöld og það er áhrifamikið stöff!
Posted on: Tue, 27 Aug 2013 17:51:33 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015