Ég skil eiginlega ekki þessa Scroocled herferð Microsoft. Ber - TopicsExpress



          

Ég skil eiginlega ekki þessa Scroocled herferð Microsoft. Ber ekkert sérstakt hatur til Microsoft og satt að segja er ég frekar skotinn í símunum þeirra þótt officepakkann þoli ég ekki. Windows er orðið drullu fínt. Vandinn við þessa herferð er að Microsoft er raunar mjög aggressíft í að nýta gögnin frá þér til betrumbóta og auglýsingasölu eins og Google. Nýlegir lekar Snowden sýna að Microsoft var sérstaklega samvinnuþýtt og raunar svo að Skype er líklega óöruggusta voice over ip kerfi sem hægt er að nota. Satt að segja er ég í þeirri undarlegu stöðu að vera hjartanlega sammála því sem Microsoft heldur fram um Google en skilja ekki alveg hvers vegna Microsoft gerir ekki betur hjá á sinni hlið. Hrósið fær samt Microsoft fyrir að gera Bing fyrir skóla ad-free.
Posted on: Fri, 22 Nov 2013 02:10:07 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015