Ég sá einhvers staðar umræðu um þorskveiðar Færeyinga, en - TopicsExpress



          

Ég sá einhvers staðar umræðu um þorskveiðar Færeyinga, en týndi svo áður en ég gat lagt orð í belg. Í greininn Sjávarútvegur sem er að finna á bloggsíðu minni framavid er eftirfarandi að finna: Færeyingar byrjuðu vel eftir að þeir aflögðu kvótakerfið og tóku upp veiðidagakerfið. Nú hefur þorskveiði aftur minnkað hjá þeim, sem að rekja má til þess að þeir gugnuðu og tóku aftur upp verndunarsjónarmiðið. Þeir virðast þannig hafi tekið rangar ákvarðanir eins og Íslendingar með því að fara aftur eftir sínum klassísku fræðingum og veitt of lítið. Jón Kristjánsson fiskifræðingur tók eftir því að vaxtarhraði minnkaði 2004 í öllum tegundum og ráðlagði þeim 15% aukningu í dögum, en ekki var farið eftir því. Svo kom sterkur þorskárgangur 2010 og hann veiddist í miklu magni á landgrunninu sem stútungur. Þá friðuðu þeir hann, til að veiða hann seinna og hann hvarf. Veiðidögum hefur fækkað um helming, en 2002 náði hin mikla veiði ekki að halda aftur af fjölgun í stofninum þá svo hann féll úr hungri. Þannig hefur það verið síðan. Þetta er enn eitt dæmið um vítin til varnaðar.
Posted on: Thu, 10 Oct 2013 08:58:03 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015