Í tilefni þess að Lilja Mósesdóttir fylgdi búslóðinni - TopicsExpress



          

Í tilefni þess að Lilja Mósesdóttir fylgdi búslóðinni sinni eftir til Noregs snemma í gærmorgun finnst mér við hæfi að rifja upp samantekt sem var tekin saman fyrir rúmu ári síðan um baráttumál hennar frá haustinu 2008 og áherslur á síðasta þingi. Yfirlitið er ekki fullnægjandi þar sem hún lagði líka hart að síðasta þingvetur við að vara við og halda lausnum á lofti. „Af því yfirliti sem hefur verið tekið saman hér á undan er ljóst að alveg frá því að Lilja Mósesdóttir kom fram opinberlega á Opnum borgarafundi í Iðnó haustið 2008 þá hefur hún lagt mikla áherslu á að lánamál heimilanna verði tekin inn í reikninginn við lausn þeirrar efnahagskrísu sem dundi á landsmönnum fyrir tæpum fjórum árum. Frá upphafi hefur hún verið ófeimin við að lýsa yfir áhyggjum af ráðaleysi íslenskra ráðamanna og vakið athygli á því að þeir eru „fastir í vinnubrögðum og hagsmunatengslum gamla Íslands“ (úr ræðu á Opnum borgarafundi 8. nóvember 2008).“
Posted on: Wed, 18 Sep 2013 02:02:45 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015