Það var vestur í Breiðafirði að lögreglan hafði hendur í - TopicsExpress



          

Það var vestur í Breiðafirði að lögreglan hafði hendur í hári bónda sem hafði skotið friðaða álft. Bóndinn þrjóskaðist við og reyndi að neita, var síðan dreginn fyrir dóm þar sem hann gafst á endanum grátandi upp og viðurkenndi brot sitt fyrir dómaranum. Hann sagði hart í ári, að börnin hefðu soltið heilu hungri og að hann hefði bara orðið að gera eitthvað til að bjarga málunum. Dómarinn kenndi í brjósti um aumingja manninn og sýknaði hann á grundvelli þess að hann hefði nýtt sér neyðarrétt til þess að afla matar. Eftir réttarhöldin kom dómarinn til bóndans og spurði hvernig álft bragðaðist. Bóndinn hugsaði sig um smá stund og sagði svo: Hún bragðast miklu verr en brandugla en miklu betur en haförn!
Posted on: Wed, 18 Sep 2013 10:49:21 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015