Þegar við Frímann Haukur Ómarsson vorum að koma heim áðan - TopicsExpress



          

Þegar við Frímann Haukur Ómarsson vorum að koma heim áðan sá ég eitthvað smátt hreyfast við útidyrnar. Ég fraus og öskraði. Fyrst „FOKK“ (eðlilega) en síðan kom einhver píkuskrækur sem ég er mjög stolt af. Ég fylgdist svo með músarkvikindi (sem betur fer ekki rottu!) skjótast í burtu án þess að geta hreyft mig. Á meðan horfði Frímann furðu lostinn á mig og það örlaði jafnvel á smá fyrirlitningarsvip. Hann taldi nefnilega líklegast að þessi ofsafengnu viðbrögð mín mætti rekja til þess að hann steig, á blautum skónum, á Bókatíðindi sem lágu í forstofunni. Svona þekkir hann mig nú vel.
Posted on: Fri, 15 Nov 2013 18:10:08 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015