Þegar ég las falleg orð Egils Helgasonar um Akureyri áðan - TopicsExpress



          

Þegar ég las falleg orð Egils Helgasonar um Akureyri áðan (sjá eyjan.is) varð mér ljóst að ég er orðinn Akureyringur í hjarta mínu. Það tók dálítinn tíma! Sumpart var hér allt opið og yndislegt þegar ég flutti lögheimilið, 1996, en svo voru kódar og hreinlega stælar sem þurfti að læra til að teljast einn með öllum hinum. Oft urðu árekstrar. Ekki hjálpaði að vera gagnrýninn blaðamaður. Sá er alltaf gestur í sínu þorpi - þannig hef ég reynt að horfa á það til að búa til nauðsynlega fjarlægð á viðfangsefnin. En mér varð hugsað til þess að sennilega varð ég Akureyringur daginn sem ég nennti að labba hátt upp í fjöllin hér í kring og fann berjastað, minn eigin stað, sem alltaf bíður mín, sérhvert haust. Léttvægt? Kannski. En lærdómurinn er kannski sá að maður sem flytur á nýjan stað þarf jafnan að nálgast þau lífsgæði að fyrra bragði sem hann langar að öðlast. Þeim rignir ekki af himni ofan. Ekki heldur í Reykjavík - þótt þar rigni býsna oft.
Posted on: Wed, 21 Aug 2013 10:42:40 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015