Þetta er nú ekki sú útgáfa af þessu lagi sem heyrist oftast - TopicsExpress



          

Þetta er nú ekki sú útgáfa af þessu lagi sem heyrist oftast hérlendis, en þetta er upprunlega úgáfan, og er hún engu að síður frábær. Árið 1954 skrifaði tónlistarhöfundurinn Bob Merill lagið Mambo Italiano á servíettu á ítölskum veitingastað í New York í flýti, en hann var allveg að renna út á skilafresti, hann þurfti að skila af sér lagi sem Rosemary Clooney átti að flytja hið snarasta. Um leið og hann hafði lokið við lagið hringdi hann í píanóleikarann í hljómsveitinni sem spilaði undir úr tíkallasíma og kenndi honum taktinn, laglínuna og textann, og svo var lagið tekið upp. Lagið naut strax mikilla vinsælda og var bæði eitt vinsælasta lag Rosemary og Bobs. Það hefur síðan verið flutt af fjölmörgum tónlistarmönnum á fjölmörgum tungumálum. Þar á meðal af Hauki Morthens á íslensku.
Posted on: Mon, 16 Sep 2013 00:21:38 +0000

Trending Topics



at

Recently Viewed Topics




© 2015