Þá er frábær þriðjudagurinn liðinn hægur og ljúfur og - TopicsExpress



          

Þá er frábær þriðjudagurinn liðinn hægur og ljúfur og miðvikudagur tekinn við og verður að sjálfsögðu einnig frábær. Veðrið var í góðu lagi hér í borginni í gær, alveg þokkalega hlýtt og var að mestu þurrt. Athafnasemi var í í algjöru lágmarki í gær og leið dagurinn á hálfgerðum letinótum, en góður var gærdagurinn engu að síður. Það er ekki bjart yfir heimsmálunum þessa stundina frekar en oftast áður, grimmd mannsins virðast engin takmörk sett. Hvenær ætli mannkynið fari að þroskast og stjórnendur landa fari að átta sig á því ágæta tæki sem er framan í andliti allra manna og heitir, munnur, og er til þess að gera sig skiljanlegan með og leisa vandamál. Breskur stjórmálamaður, David Lloyd Georg sagði einhverju sinni: ,,Þú vinnur ekki friðinn með milljónum vopnaðra manna, því vagn friðarins kemst ekki eftir þeim vegi sem er þakinn fallbyssum.“ Það er mikið vit í þessu, eins og vonandi allir sjá. Hvað finnst þér, spegilmynd? Ja, sigur verður aldrei endanlegur, en ósigur getur orðið það.“ Njótið miðvikudagsins elsku vinir, hann er til þess.
Posted on: Wed, 28 Aug 2013 01:42:43 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015