Glefsur úr Vísbendingu: "Hagfræðingarnir Carmen M. Reinhart og - TopicsExpress



          

Glefsur úr Vísbendingu: "Hagfræðingarnir Carmen M. Reinhart og Kenneth S. Rogoff gáfu út bókina This time is Different árið 2009 sem er að mörgu leyti orðin biblía fjármálakrísa þó hún sé ekki yfir gagnrýni hafin. Titillinn er kaldhæðni og bendir á þá staðreynd að þrátt fyrir að hægt sé að leiða líkum að því að mikil hætta sé á að fjármálakrísa muni eiga sér stað þá leiði stjórnmálamenn og fjármálasérfræðingar það hjá sér og segja: „Núna er þetta öðruvísi.“ Íslenskir stjórnmálamenn fögnuðu uppsveiflunni eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt og voru blindir á áhættuna, rétt eins og aðrir stjórnmálamenn hafa verið fyrir fjármálakrísur í gegnum söguna. Það er öllu alvarlegra að íslenskir hagfræðingar og bankamenn reyndu oftar að réttlæta þróunina á Íslandi en að vara við hættunum." (Núna verður þetta öðruvísi - Vísbending 31. tbl. 2013).
Posted on: Mon, 12 Aug 2013 12:59:18 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015