Meðal þess sem Bradley Manning er ákærður fyrir er að hafa - TopicsExpress



          

Meðal þess sem Bradley Manning er ákærður fyrir er að hafa komið til Wilkleaks myndbandi sem sýndi bandaríska herfliugvél myrða almenna borgara í Bagadad að tilefnislausu. Nú er þvi haldið fram að Wilkileaks hafi ýkt glæpinn með dramatíeringu á atburðinum. Þetta er alvarleg ásökun sem ég bið fólk, einkum talsmenn Wilkileaks, að bregðast við. En þetta hefur verið sagt: "Það var dramatísering. Í stað þess að halda sig við viðtöku og birtingu frumheimilda ákvað Wikileaks að gera eigin „frétt“ úr efninu, sem síðan var birt undir heitinu „Collateral Murder“, en í því felst ekki aðeins dramatísering á efni, sem var alveg nógu dramatískt eitt og sér, heldur gildishlaðnari afstaða en nokkur eiginlegur fréttamiðill myndi leyfa sér. Við bætist svo, að þessi afstaða var til þess að Wikileaks bjagaði frásögnina, benti á myndavélar sem einhver kynni við fyrstu sýn að halda að væru vopn, en lét hins vegar vera að benda á vopn sem aðrir báru."
Posted on: Sun, 04 Aug 2013 01:57:30 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015