Í dag sat ég ásamt, 370 öðrum, málþing um kynferðisofbeldi - TopicsExpress



          

Í dag sat ég ásamt, 370 öðrum, málþing um kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki... Á málþinginu deildi Freyja reynslu sinni af því hvernig fordómar, staðalímyndir, vanvirðandi framkoma og áreiti af ýmsum toga skaðar sjálfsmyndina. Það er engin sem kemur betri orðum að þessu en Freyja: „Rannsóknir sýna að fatlað fólk verður fyrir umtalsvert meira ofbeldi en ófatlað fólk, einkum konur og börn. Í mínum huga er það grundvallaratriði að við horfumst í augu við það að sú staða verður ekki til vegna líkama okkar eða greindarvísitölu. Ofbeldið er fyrst og fremst vegna hversdagsleikans sem ég hef hér lýst sem einkennist af umburðarlyndi gagnvaert því að fatlað fólk sé álitið viðföng ófatlaðs fólks, afbrigðilegt, ljótt, óæskilegt og ósjálfstætt. Og það verður ekki fyrr en að það sá hversdagsleiki er ekki lengur hversdagslegur og umburðarlyndið gagnvart ofbeldismenningunni er stöðvað sem rannsóknir fara að sýna okkur eitthvað annað.“
Posted on: Thu, 03 Oct 2013 22:42:37 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015