„Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa - TopicsExpress



          

„Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa ábyrgð á Vegagerðina þegar þeir hafa ekki hendur í hári bankaræningja, einfaldlega vegna þess að þeir hafi nýtt sér vegakerfið til að komast undan,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Við erum hér að tala um internetið. Það eru þúsundir, ef ekki milljónir, vefsíðan sem deila efni sem þessu. Ef það á að fara niður þessa leið til þess að vernda klassíska útgáfu af höfundarréttarlögum þá er erfitt að sjá hvar það endar, annað hvort með mistökum eða gerræði yfir internetinu.“ „Ég veit fyrir víst að það er verið að deila okkar efni alveg á fullu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. „Það breytir því hins vegar ekki að við erum að selja vel, bæði heima og erlendis. Það getur einfaldlega ekki verið rétt að meirihluti fólks víli ekki fyrir að sér að brjóta lög, þá eru reglurnar einfaldlega ekki réttar.“
Posted on: Thu, 03 Oct 2013 11:02:09 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015